Matarsóun

Fyrsta málið sem ég mælti fyrir á yfirstandandi þingi var um matarsóun. Þingmenn úr öllum flokkum eru á málinu en það snýst í stuttu máli um að ráðherra skipi starfshóp sem hafi það markmið að mæla og greina umfang matarsóunar á Íslandi og leggi fram tillögur um aðgerðir til að draga úr matarsóun.

Umræðan um matarsóun hefur verið áberandi undanfarið enda er með ólíkindum hversu mikið af mat er sóað og áhrifin á umhverfið eru gríðarleg. Árið 2009 keypti ég bók í Bretlandi sem heitir Food Waste – uncovering the global food scandal skrifuð af Bretanum Tristram Stuart. Mér fannst bókin svo góð að ég hafði upp á Tristram og tók við hann viðtal í síma fyrir Neytendablaðið og birtist það septemberblaðinu 2010. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og hefur Tristram í framhaldinu ferðast um allan heim og haldið fyrirlestra til að kynna málstaðinn. Viðtalið við Tristram má sjá hér og umfjöllun um bókina sjálfa má sjá hér

Upplýsingar um matarsóun og hvað er helst á döfinni má sjá á heimasíðu Vakandi og Unric.

tristram

Ég var síðan svo heppin að hitta Tristram í eigin persónu á málþingi um matarsóun í Hörpu í haust. Hér stendur hann á milli okkar Rakelar Garðarsdóttur sem hefur verið ötull talsmaður gegn matarsóun