Færslur

Skriflegar fyrirspurnir á alþingi 2013-2016

Fyrirspurn til umhverfisráðherra um stefnu ríkisins um vistvæn ökutæki Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um vistvæna vottun matvæla Fyrirspurn til umhverfisráðherra um plastúrgang Fyrirspurn til umhverfisráðherra um matarsóun Fyrirspurn til utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við ESB Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um innleiðingu Istanbulsamningsins Fyrirspurn til fjármálaráðherra um húsaleigu ríkisstofnana á Akureyri Fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um […]

Þingmál og ályktanir 2013-2016

Hér er yfirlit yfir þau mál sem ég lagði fram á kjörtímabilinu 2013-2016 auk nefndarálita við fjárlög Þingsályktun: mótun stefnu vegna skaðlegra efna í neysluvörum Þingsályktun: Neytendastefna til fjögurra ára (unnin fyrir ráðherra ásamt fulltrúum allra flokka) Þingsályktun: Broskarlinn (skýrslur heilbrigðiseftirlitsins opinberar) Þingsályktun: Staðlaðar verðmerkingar Þingsályktun: Merkingar á matvæli (umferðaljósamerkinga að breskri fyrirmynd) Þingsályktun: Matarsóun […]

Fjármálastefna 2017-2021

Hér má sjá nefndarálit Bjartrar framtíðar um Fjármálastefnu stjórnvalda til fimm ára:   Með gildistöku laga um opinber fjármál voru stigin mikilvæg skref til að treysta umgjörð ríkisfjármála. Áhersla er lögð á stefnumótun til lengri tíma og aukinn aga við áætlunargerð. Langtímahugsun kemur m.a. fram í því að stjórnvöldum er gert að leggja fram fjármálastefnu […]

Efasemdir um læsisátak

Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 m. kr á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum.  Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu […]

Skaðleg efni í neysluvörum

Ef allt væri eðlilegt ættu neytendur ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að neysluvörur gætu innihaldið varasöm efni. En því miður hafa hagsmunir framleiðenda oftar en ekki ráðið ferð og leitt til þess að alls kyns skaðleg efni sem enginn bað sérstaklega um eru notuð í algengar neysluvörur. Upp úr seinni heimstyrjöldinni fór […]

Skipta vinnubrögð máli?

Það veldur mér nokkrum áhyggjum að fólk, sem ég veit að hefur áhuga á samfélaginu, viðurkenni opinberlega að það hreinlega sofni þegar vinnubrögðin á Alþingi eru rædd. Ég viðurkenni að umræðuefnið er kannski ekki beinlínis æsispennandi en það er mikilvægt. Ef vinnulagið, verklagið, skipulagið eða hvað við viljum kalla það er ekki faglegt á Alþingi […]

Ár óttans

Eftir eitt og hálft ár fara fram kosningar til Alþingis. Fólk fer í auknum mæli að velta fyrir sér hvaða flokkar munu bjóða fram í næstu kosningum, hvaða flokkar séu sigurstranglegir og hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út. Á næstu mánuðum fara flokkar að skerpa á málefnastarfi og móta stefnur í hinum ýmsu málaflokkum sem […]

Réttur til að gefa blóð

Í sumum löndum mega karlmenn sem hafa haft samfarir við karla ekki gefa blóð. Í mörgum löndum er það þó heimilt með þeim skilyrðum að ákveðinn tími hafi liðið frá því að blóðgjafi hefur stundað kynlíf með karlmanni og getur sá tími verið frá einu ári og upp í tíu ár. Sums staðar er einungis gerð […]

Fangelsi og forgangsröðun

Málefni fanga eru mér hugleikin. Við erum með kerfi sem er þannig að við dæmum fólk í fangelsi en það er ekki þar með sagt að við viljum dæma það úr leik í lífinu. Það má ekki verða þannig og mér finnst það vera skylda okkar að hjálpa þeim sem villast af braut til að […]

Eldhúsdagsumræður 1. júlí 2015

Virðulegi forseti. Þingheimur. Kæra þjóð. Eftir að ég byrjaði í stjórnmálavafstri hef ég verið að velta fyrir mér þeirri tilhneigingu okkar mannfólksins að líta þannig á að þegar hlutirnir ganga vel hjá okkur, þegar eitthvað heppnast, sé það okkur að þakka en ef eitthvað fer úrskeiðis, gengur ekki upp, leitum við að sökudólgum, kennum utanaðkomandi […]

Eigum rétt á skýrum merkingum

Ég ætla ekki að eyða plássi í að útskýra hversu mikil áhrif mataræði getur haft á heilsuna. Það liggur fyrir og þess vegna sér hið opinbera ástæðu til að ráðleggja okkur um hollt mataræði, svo sem að neyta sykurs í hófi, borða minna salt og borða frekar mjúka fitu (ómettaða) en harða fitu (mettaða). Þetta […]

Stjórnvöld líti í eigin barm

Flestir eru sammála um að agi, ráðdeild og vönduð vinnubrögð eigi að einkenna ríkisfjármálin. Fjármálaráðherra er á sama máli og hefur komið sjónarmiðum sínum um hinn mikilvæga aga vel á framfæri. Það sama má segja um formann og varaformann fjárlaganefndar, auk fleiri stjórnarliða. Oft finnst mér þessi áhersla þó meira í orði en á borði. […]

Fjárlagafrumvarp 2015 – vinnubrögðin

Nú hef ég tvisvar sinnum upplifað að fara í gegnum fjárlagavinnuna og margt hefur komið á óvart, sérstaklega hvað varðar vinnubrögðin. Hér stikla ég á stóru. Frumvarpið ekki tilbúið? Líkt og á árinu 2013 var vart búið að leggja fjárlagafrumvarpið fram fyrr en ríkisstjórnin var farin að vinna að breytingum á eigin frumvarpi. Á sama […]

Matarsóun

Fyrsta málið sem ég mælti fyrir á yfirstandandi þingi var um matarsóun. Þingmenn úr öllum flokkum eru á málinu en það snýst í stuttu máli um að ráðherra skipi starfshóp sem hafi það markmið að mæla og greina umfang matarsóunar á Íslandi og leggi fram tillögur um aðgerðir til að draga úr matarsóun. Umræðan um matarsóun […]

Áhugalausar konur

Utanríkisráðherrar telja margir að fyrrverandi ráðherrar séu góður kostur þegar skipað er sendiherrastöður. Þeir virðast líka telja að körlum sé betur treystandi til starfans en konum. Nýlega skipaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tvo nýja sendiherra; einn fyrrum ráðherra og einn núverandi Alþingismann. Karlkyns sendiherrar eru því orðnir 28 en konurnar 7. Þegar ráðherra var spurður […]

Skiptir máli hvaðan samkeppnin kemur?

Áhugi iðnaðarráðherra á bandarísku verslunarkeðjunni Costco vakti áhuga minn. Í fréttum sagði ráðherra að áform fyrirtækisins um að opna verslun á Íslandi gæti verið liður í að auka samkeppni og lækka vöruverð. Þá mátti skilja að það væri jafnvel vilji til að endurskoða lagaumhverfið til að liðka um fyrir bandarísku verslunarkeðjunni. Ég er innilega sammála […]

Um kosningaloforð

Eftirfarandi er eldhúsdagsræða mín frá 14. maí sem fjallar að mestu leyti um skuldaniðurfellingaráform stjórnvalda. Virðulegi forseti, kæru landsmenn, Mig langar að tala um kosningaloforð því við erum þessa dagana að ræða mjög stórt mál hér á þinginu sem byrjaði sem kosningaloforð og snýr að niðurfellingu á fasteignalánum sumra heimila. Mér finnst kosningaloforð almennt vera […]

Fjáraukalög 2013

Fjáraukalög voru lögð fram 26. nóvember 2013 sem var óvenju seint og komu þau því beint ofan í fjárlagavinnuna en fjárlagafrumvarpið hafði líka verið lagt fram seinna en venjulega. Breytingartillögur meirihlutans voru síðan ekki kynntar fjárlaganefnd fyrr en 6. desember. Fjáraukalög eru sett fram seinni part árs og eru eins konar leiðrétting á fjárlögum yfirstandandi […]

Fjárlög 2014

Hér eru loksins smá upplýsingar um fjárlagavinnuna sem fór fram í lok síðasta árs, svona út frá mínum bæjardyrum séð. Stjórnvöld lögðu fjárlagafrumvarpið fram 1. október sl., tveimur vikum seinna en venjulega þar sem orðið höfðu stjórnarskipti á árinu. Það var því ekki óeðlilegt að ný ríkisstjórn fengi meiri tíma til að vinna frumvarpið. Blekið […]

Um innheimtu dómsekta

Á haustþingi lagði ég fram skriflega fyrirspurn til munnlegs svars. Það þýðir að ég sendi skriflegar spurningar á innanríkisráðherra vegna máls sem mér fannst áhugavert og ráðherra mætti síðan í þingsal og svaraði fyrirspurninni. Allir þingmenn sem áhuga hafa geta blandað sér í slíka umræðu en í þessu máli var enginn sem tók þátt fyrir […]

Tollar og vörugjöld

Í vikunni lagði ég fram frumvarp, ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð, sem gengur út á að afnema tolla og vörugjöld á sojamjólk, hrísmjólk, möndlumjólk og haframjólk. Mér finnst óréttlátt að fólk sem ekki drekkur kúamjólk sé skattlagt sérstaklega. Ég á ekki von á öðru en að þetta mál fái jákvæða meðferð í þinginu.   […]

Eftirlit gert opinbert

Björt framtíð hefur lagt fram mál sem við köllum „broskarlamerking“  en það snýst um að skýrslur heilbrigðisfulltrúa verði gerðar aðgengilegar. Þetta þýðir að þegar búið er að taka út veitingastað, bakarí, ísbúð eða aðra staði sem selja matvæli þá er skýrslan/niðurstaðan hengd upp við innganginn og einnig sett á netið neytendum til upplýsinga. Danir innleiddu […]

Hugleiðingar um bótasvik

Um nokkurra ára skeið bjó ég í Danmörku og þar var viðhorfið gagnvart bótasvikum nokkuð öðruvísi en ég átti að venjast. Umburðarlyndi gagnvart því að fólk seildist með óréttmætum hætti í sameiginlega sjóði var lítið og ég varð ekki vör við að fjölmiðlar og stjórnmálamenn væru eitthvað að tipla á tánum í kringum þennan málaflokk. […]

Þjóðarvilji þegar það á við

Eftir hrun var meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu og skal kannski engan undra eftir allt sem á undan var gengið. Því miður kláraði fyrri ríkisstjórn ekki verkið þrátt fyrir að hafa haft til þess fjögur ár. Vinstri grænir voru eindregið andvígir aðild að ESB sem flækti ferlið enn frekar. […]

Karlanefnd, geðheilbrigðismál, LÍN og eldhúsáhöld

Þingmenn Bjartrar framtíðar höfðu í nógu að snúast á sumarþinginu. Hér hef ég tekið saman nokkur mál sem þingkonur BF létu sig varða. Karlar á ferð og flugi Brynhildur S. Björnsdóttir spurði Karl Garðarsson formann Íslandsdeildar Evrópuráðsins hvort það hefði legið fyrir áður en nefndin lagði af stað til Strassbourg að hún væri ólögleg. Nefndin […]

Virðisaukaskattur á gistingu

Fyrsta frumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram á sumarþingi snýst um að hætt verði við áður boðaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu úr 7% í 14%. Hækkunin átti að taka gildi 1. september 2013. Forsaga málsins er sú að árið 1994 var lagður á 14% vsk á gistingu og árið 2007 var skatturinn lækkaður í 7%. […]

Kornið sem fyllir mælinn

Á nokkrum áratugum hefur framleiðsla á flestum neysluvörum flust til fátækra landa. Þannig er hægt að ná niður framleiðslukostnaði enda launin lág og kröfur sem gerðar eru í öryggis- og umhverfismálum mun minni en við eigum að venjast. Aðstæður eru sérstaklega slæmar í Bangladess en þar eru þúsundir fataverksmiðja sem framleiða að mestu leyti varning […]

Upplýst ákvörðun að lenda í kreppu?

Áhugaverða skýrslu Seðlabankans rak á fjörur mínar og eftir lestur hennar fallast mér hreinlega hendur. Um er að ræða greiningu frá árinu 2000 á því hvernig koma eigi í veg fyrir gjaldeyriskreppu og efnahagshremmingar. Stjórnvöld virðast hins vegar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að lenda í gjaldeyriskreppu. Þannig gerðu þau allt þveröfugt við það sem […]

Er framtíð í krónunni?

Evrópusambandið virðist ekki ætla að verða kosningamál í ár frekar en áður og ef marka má skoðanakannanir er fólk almennt á móti aðild. Mér finnst hins vegar mikilvægt að klára aðildaviðræðurnar og fá samninginn í hendurnar. Þjóðin tekur síðan afstöðu til þess hvort hún telur hagsmunum sínum betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er […]

Lífræn lopapeysa

Þegar hinn fullkomni kjóll, klæðilegar gallabuxur eða hinir einu sönnu skór eru fundnir eru fæstir sem setja sig í stellingar og byrja að spyrja afgreiðslufólkið spurninga er varða framleiðsluhætti. Get ég ekki treyst því að verkafólkið einhvers staðar í Asíu hafi fengið borgað samkvæmt kjarasamningi? Notaði bómullarbóndinn ekki örugglega hlífðarbúnað þegar hann sprautaði eitri á […]

Meiri sátt

Eitt af því sem Björt framtíð leggur mikla áherslu á er sátt og samræður. Mörgum kann að finnast þetta heldur ómerkilegt stefnumál.  Sumir líta á sátt sem veikleikamerki og einhverjir telja að sátt sé óraunhæf enda snúist stjórnmál um að ná fram málum með góðu eða illu. Þá eru þeir til sem telja útilokað að […]

Ábyrg efnahagsstjórn í orði en ekki á borði

„Við þurfum bara agaða hagstjórn“ heyrist oft þegar rætt er um nauðsyn þess að skipta krónunni út fyrir stöðugan gjaldmiðil. Krónan er samkvæmt þessu ekki vandamálið heldur hagstjórnin og það eina sem við þurfum að gera er að ákveða að verða öguð. Í gegnum tíðina hefur það þó vafist töluvert fyrir okkur. Kannski vegna þess […]

Reykjavíkurflugvöllur

Við sem búum úti á landi vitum hversu mikilvægur flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er enda tryggir hann góða tengingu við höfuðborgarsvæðið. Ég er þeirrar skoðunar að þessi tenging sé í raun forsenda þess að landsbyggðin eigi raunhæfa möguleika á því að dafna. Það er þess vegna alltaf frekar óþægilegt þegar fréttir berast af því að flugvöllurinn […]

Framboðsbrölt

Það er við hæfi í þessu fyrsta bloggi að útskýra hvernig framboð mitt fyrir Bjarta framtíð kom til. Þegar Guðmundur og Heiða stigu fram og tilkynntu um stofnun nýs flokks sperrti ég eyrun. Ég hef aldrei verið flokksbundin þótt ég hafi reyndar skráð mig tímabundið í nokkra flokka til að mega kjósa í prófkjöri. Ég […]